Kona fannst látin undir tré

Björgunarmenn við tréð sem féll í morgun
Björgunarmenn við tréð sem féll í morgun AFP

Kona fannst látin undir tré sem hafði fallið í óveðri í Kensington í Lundúnum í dag.

Mikill stormur geisar nú í Bretlandi er leifar fellibyljarins Gonzalo fara yfir landið. Lögreglan var kölluð á svæðið og við nánari athugun kom konan í ljós.

Í yfirlýsingu frá Scotland Yard segir að konan hafi verið látin er lögreglu bar að.

110 flugferðum hefur nú verið aflýst til og frá Heathrow-flugvelli rétt fyrir utan London.

Eins og fram kom í frétt mbl.is í morgun hefur óveðrið ekki haft áhrif á flug Icelandair til og frá Heathrow í dag.

Borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson kom á slysstaðinn í dag.
Borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson kom á slysstaðinn í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert