Sökuð um ebólusmit af rasistum

Hræðsla við ebólu brýst út á ólíkan hátt hjá fólki
Hræðsla við ebólu brýst út á ólíkan hátt hjá fólki AFP

Ráðist var á konu á þrítugsaldri sem er ættuð frá Gíneu í strætisvagni í Róm fyrr í vikunni. Var hún sökuð um að vera smituð af ebólu og reynt að reka hana út úr vagninum.

Árásin var á Fataomata Sompare var gerð um hábjartan dag og að hennar sögn var það fólk sem beið eftir strætisvagninum á biðstöð nálægt Grotte Celoni sem kom henni til aðstoðar en flytja þurfti Sompare á sjúkrahús vegna áverka sem hún hlaut í árásinni.

Lögmaður hennar hefur nú kært atvikið til saksóknara en unnusti Sompare,  Alessandro Corbelli, segir að ástæðan fyrir árásinni sé sú að hún er svört. „Hún er fórnarlamb rasima sem er að tröllríða þessari  borg,“ segir Corbelli.

Fréttin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert