Mörg börn meðal fórnarlamba

Slasaðir á sjúkrahúsi eftir árásina á blakmótinu.
Slasaðir á sjúkrahúsi eftir árásina á blakmótinu. AFP

Mörg börn voru meðal þeirra sem voru að horfa á blakleik í austurhluta Afganistans í gær er sprengja sprakk. Fimmtíu manns létust í árásinni,  þar af sautján börn.

Ungur drengur segist í samtali við BBC hafa séð sjálfsmorðsárásarmanninn koma á mótorhjóli. Drengurinn særðist á hægri fæti í sprengingunni en náði að koma sér svo í skjól. 

Afganska lögreglan segir að Haqqani-skæruliðasamtökin beri ábyrgð á sprengjuárásinni. Hópurinn er með sterk ítök á mörgum svæðum í austurhluta Afganistans og í Pakistan. 

Börnin sem létust voru á aldrinum 8-14 ára. Sextíu manns særðust í árásinni.

Árásin er sú mannskæðasta í landinu undanfarin ár. 

Frétt mbl.is: Blóðbað á blakmóti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert