Sprengingar í Malmö

www.norden.org

Tvær öflugar sprengingar urðu í Malmö í Svíþjóð í nótt. Sænska ríkisúvarpið segir að sprengja hafi sprungið í bíl í Rosengård og um klukkustund seinna hafi önnur sprengja sprungið skammt frá. Hún hafi verið kraftmikil og vöknuðu margir íbúar við hvellinn.

Lögreglunni bárust margar tilkynningar en gjörónýt bifreið fannst á vettvangi. Peter Martinsson, talsmaður lögreglunnar, segir að einhver hafi sprengt bifreið á miðri götu í borginni. 

Erfiðlega gekk að hafa uppi á eiganda bifreiðarinnar, bæði vegna þess hve illa hún var farin og þá voru engin bílnúmer á henni. Lögreglan segir að það sé annaðhvort af völdum sprengingarinnar eða þá einhvar hafi skrúfað plöturnar af. 

Lögreglan hefur hins vegar komist að því hver er eigandi bifreiðarinnar en hún á enn eftir að ræða við hann. Ekki liggur fyrir hvort eigandanum hafi borist hótanir. 

Seinni sprengjan sprakk um 100 metra frá bifreiðinni og olli hún mikilli eyðileggingu. Engan sakaði hins vegar. 

Lögreglan hefur girt svæðið af á meðal starfsmenn tæknideildarinnar hafa rannsakað svæðið. 

Ekki hefur fengist staðfest að sprengingarnar tengist en það er ekki útilokað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert