39 létu lífið í loftárásum

AFP

Að minnsta kosti 39 almennir borgarar hafa látið lífið í loftárásum Sádi-Araba í Jemen síðasta sólarhringinn. Tólf fórnarlambanna létust þegar sprengja sem var beint að herstöð norðan við höfuðborgina Sanaa hæfði íbúðahverfi.

Þetta kemur fram í samtali uppreisnarmanna við AFP-fréttaveituna.

Að sögn vitna beindu orrustuþoturnar skotum sínum að herstöðinni Al-Samaa, en hún er nú notuð af hersveitum sem taldar eru taka við skipunum frá fyrrverandi hershöfðingjanum Ahmed Ali Saleh. Er hann sonur fyrrverandi forseta Jemens, Ali Abdullah Saleh, en hann er sakaður um að hafa reynt að gera bandalag með uppreisnarmönnum Húti-fylkingarinnar. Vilja þeir berjast gegn núverandi forseta Jemen, Abedrabbo Mansour Hadi. 

Fyrri fréttir mbl.is:

Halda áfram loftárásum á Jemen

Tilbúnir til að gera „hvað sem er“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert