Tóku tugi óbreyttra borgara af lífi

Vígamaður úr röðum Ríkis íslams.
Vígamaður úr röðum Ríkis íslams. AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams tóku í það minnsta 30 óbreytta borgara af lífi í árás samtakanna á þorpið Mabujeh í Sýrlandi í dag sem var á valdi stjórnarhersins. Þar á meðal konur og tvö börn. Þetta kemur fram í frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að fólkið hafi meðal annars verið hálshoggið og brennt lifandi. Þetta er haft eftir mannréttindasamtökum sem starfa í Sýrlandi. Samkvæmt yfirlýsingu frá stjórnarhernum tókst honum að hrinda árás Ríkis íslams en ekki fylgdu neinar upplýsingar um mannfall. 

Mabujeh er hernaðarlega mikilvægur staður þar sem þorpið er skammt frá vegi sem er eina tenging stjórnarhersins á milli héraðanna Homs og Aleppo sem hann ræður yfir. Vígamenn Ríkis íslams hafa ítrekað reynt að klippa á þessa tengingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert