Norskur blaðamaður laus úr haldi í Jemen

Norski blaðamaðurinn Raymond Lidal hefur verið látinn laus úr haldi en hann var handtekinn í höfuðborg Jemen, Sana'a í lok mars. Frode O. Andersen talsmaður norska utanríkisráðuneytisins staðfestir það í samtali við norska ríkisútvarpið (

<a href="http://www.nrk.no/verden/norsk-journalist-sett-fri_-raymond-lidal-ute-av-jemen-1.12314940" target="_blank">NR</a>

K).

Lidal, sem er 28 ára gamall, var handtekinn þar sem hann var að mynda árásir Sádi-Araba á borgina. Yfirvöld sökuðu hann um njósnir þar sem hann var ekki með blaðamannaskírteini á sér þegar hann var handtekinn.

Lidal, sem kom fyrst til Jemen árið 2011, hefur meðal annars unnið fyrir NRK og starfar sem lausamaður fyrir NRK og fleiri fjölmiðla.

Hann hafði samband við fjölskyldu sína þann 9. apríl sl. en það var í fyrsta skipti sem hún heyrði frá honum frá handtökunni. Hann hefur nú verið látinn laus og er á leiðinni heim til Noregs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert