Handtóku tvo smyglara

Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið tvo menn sem voru meðal þeirra sem lifðu af er fiskibáti hvolfdi í Miðjarðarhafinu um helgina. Mennirnir eru taldir vera smyglarar og bera ábyrgð á slysinu. Líklegt er talið að milli 900-1.000 manns hafi verið um borð í bátnum, 20 metra löngum fiskibáti, sem hvolfdi á laugardag. Rúmlega 30 fundust á lífi, þeirra á meðal mennirnir tveir sem grunaðir eru um smyglið. Sameinuðu þjóðirnar segja að um 800 manns hafi farist í slysinu.

Fólk sem lifði slysið af segja að um 300 manns hafi verið læst neðan þilja í bátnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert