Stærsti eftirskjálftinn til þessa

Þyrla býr sig undir lendingu í grunnbúðum Everest í morgun.
Þyrla býr sig undir lendingu í grunnbúðum Everest í morgun. AFP

Eftirskjálfti sem mældist 6,7 stig reið yfir Nepal í morgun. Göngufólk í grunnbúðum Everest fann vel fyrir skjálftanum og féllu fleiri snjóflóð í fjallinu.

Upptök skjálftans voru norðaustur af höfuðborginni Katmandú á um tíu kílómetra dýpi.

Klifrarinn Jim Davidsson, sem staddur er í fyrstu búðum (e. Camp 1) fjallsins segir skjálftann hafa verið stærsta eftirskjálftann til þessa.

„Hann var minni en upphaflegi skjálftinn en jökulinn hristist og snjóflóð féllu,“ tísti Davidson eftir skjálftann.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert