Eins saknað eftir skjálfta

Ekki hafa komið myndir frá Indónesíu en þessi mynd sýnir …
Ekki hafa komið myndir frá Indónesíu en þessi mynd sýnir hvernig jarðskjálftar léku byggingar í Katmandú í vor. AFP

Unglingspilts er saknað eftir að hafa fallið í fljót þegar harður jarðskjálfti reið yfir austurhluta Indónesíu í gærkvöldi. Nokkur hús skemmdust í skjálftanum sem var 7 stig.

Jarðskjálftinn reið yfir fjalllendi Papua, en upptök hans voru í um 250 km fjarlægð frá höfuðborginni, Jakarta. 

Talsmaður jarðskjálftastofnunarinnar, Sutopo Purwo Nugroho, segir að skjálftinn hafi verið mjög harður í um fjórar sekúndur og fólki verið mjög brugðið. Skjálftinn fannst víða, meðal annars í höfuðborginni.

Eitt hús hrundi og annað er illa farið í borginni Kasonaweja sem er ekki langt frá upptökum skjálftans. Þar var sjúkrahús rýmt eftir að veggir hússins gáfu sig að hluta. Djúpar sprungur mynduðust í vegum í nágrenni borgarinnar.

Fimmtán ára unglingur sem var við veiðar féll í ána þegar jarðskjálftinn reið yfir og hefur hann ekki fundist. 

Harður jarðskjálfti í Indónesíu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert