Annar tvíburinn dó í aðgerðinni

Ungbarn í hitakassa. Myndin er úr safni.
Ungbarn í hitakassa. Myndin er úr safni. AFP

Ekki tókst að bjarga lífi beggja tvíbura sem fæddust samvaxnir og gengust undir flókna aðgerð á sjúkrahúsi í Colorado. Aðgerðin var gerð til að aðskilja tvíburana og tók hún fimm klukkustundir. Samkvæmt upplýsingum sjúkrahússins lést annar tvíburinn. 

Móðir tvíburastúlknanna heitir Amber McCullough og er frá Minnesota. Dætur hennar, Hannah og Olivia, voru teknar með keisaraskurði á miðvikudag. Þegar í stað varð að gera aðgerð til að aðskilja þær þar sem þær voru mjög hjartveikar. Fyrirfram var talið líklegt að Olivia myndi ekki lifa aðgerðina af. Hún lést en ástand systur hennar, Hönnuh, er alvarlegt en sagt stöðugt.  

Stúlkurnar voru teknar með keisaraskurði í 32. viku meðgöngunnar. Stúlkurnar deildu maga, lifur og meltingarvegi. Þær voru með tvö hjörtu en æðakerfi þeirra var mjög veikt.

Frétt AP-fréttastofunnar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert