Sendi mynd á SnapChat og braut af sér

Drengurinn tók mynd, sendi hana í gegnum forritið Snap Chat. …
Drengurinn tók mynd, sendi hana í gegnum forritið Snap Chat. Myndin hvarf þó ekki, heldur tók viðtakandinn skjáskot af henni.

Fjórtán ára drengur sem sendi nektarmynd af sjálfum sér til skólasystur sinnar í gegnum SnapChat er sekur um að hafa búið til og dreift ósæmilegum myndum.

Drengurinn hefur ekki verið handtekinn eða ákærður en upplýsingar um glæp hans verður hugsanlega ekki fjarlægðar úr gagnagrunni lögreglu fyrr en eftir tíu ár. Þá munu atvinnuveitendur hans hugsanlega hafa aðgang að upplýsingum, segir móðir drengsins.

Drengurinn, sem býr í norðurhluta Englands, segist hafa tekið myndina í svefnherbergi sínu. Hann sendi því næst myndina til skólasystur sinnar í gegnum SnapChat. Forrið eyðir myndum eftir að hámarki tíu sekúndur eftir að viðtakandi opnar hana en stúlkan tók skjáskot og sendi myndina áfram til annarra nemenda í skólanum.

Móðir drengsins segir að málið gæti komið í veg fyrir að hann fái að vinna við ákveðin störf í framtíðinni, til að mynda með börnum. Hún segir son sinn hafa verið „niðurlægðan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert