Óttast að ESB falli eins og Rómarveldi

Mark Rutte
Mark Rutte AFP

Það er hætta á að Evrópusambandið falli eins og Rómarveldi til forna vegna flóttamannavandans í álfunni, segir forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte í viðtali við Financial Times en Hollendingar taka við formennsku í ESB um áramót.

Hundruð þúsunda flótta- og förufólks, sem er að flýja stríð og fátækt í Miðausturlöndum og Afríku, hafa komið til Evrópu undanfarna mánuðum og hefur þetta aukið spennuna á milli ríkjanna 28 sem eru innan ESB.

„Fyrsta skrefið er að tryggja að landamærin séu vöktuð. Eins og við vitum frá Rómarríki þá falla stór veldi ef landamæri þeirra eru ekki vel varin,“ segir Rutte.

Rutte ræddi við lítinn hóp fréttamanna í gærkvöldi sem komu frá Brussel til Haag vegna þess  að Holland tekur við formennsku í ESB 1. janúar. Ríkisstjórn Hollands hefur sett flóttamannavandann sem eitt helsta forgangsmálið þegar landið gegnir formennsku í ESB.

„Við verðum að stemma stigu við flóttamannastraumnum til Evrópu. Við getum ekki haldið þessu áfram eins og staðan er nú,“ segir Rutte.

Um 850 flóttamenn hafi komið til ríkja ESB í ár, yfir helmingur þeirra hefur komið að landi í Grikklandi. Hollensk yfirvöld hafa gefið til kynna að þau muni leggja áherslu á sameiningu Evrópu næstu sex mánuði og vernda Schengen samstarfið.

„Ég held að það sé eitt af okkar fyrstu verkefnum að tryggja að Schengen virki áfram,“ segir utanríkisráðherra Hollands, Bert Koenders. „Það snýst ekki bara um að setja markmið heldur um að halda 28 ríkjum ESB saman.“

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert