Sprengja sprakk í hópi barna

Börn að leik í Afganistan. Myndin er úr safni og …
Börn að leik í Afganistan. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. AFP

Þrír drengir eru látnir og tólf önnur börn eru særð, þar af fjögur alvarlega, eftir að sprengja sprakk þar sem þau voru að leik utan við borgina Puli Khumri í norðurhluta Afganistan í dag. Börnin eru öll á aldrinum sjö til tólf ára.

Talsmaður héraðslögreglunnar segir ekki ljóst hver orsök sprengingarinnar hafi verið. Um jarðsprengju eða aðrar sprengjuleifar frá stríðsátökum í landinu geti hins vegar hafa verið að ræða.

Þrátt fyrir áratugalangar tilraunir til að fjarlægja gamlar sprengjur farast tugir Afgana þegar jarðsprengjur og aðrar ósprungnar sprengjur springa reglulega, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert