„Hjúnabandslógin“ samþykkt

Tinganes í Þórshöfn í Færeyjum.
Tinganes í Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í dag fór fram þriðja umræða í færeyska lögþinginu um það sem færeyskir miðlar kalla einfaldlega „hjúnabandslögin“.

Eins og mbl.is greindi frá var frumvarpið um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra samþykkt í annarri umræðu þann 26. apríl, en með þriðju umræðunni í dag var það afgreitt úr þinginu með 19 atkvæðum gegn 14. 

Þar með var „settur punktur aftan við eitt umdeildasta þingmál í sögu Færeyja,“ eins og blaðamaður Portal.fo orðar það. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út í þingsalnum þegar ákvörðunin varð ljós þar sem fjölmargir voru mættir til að sýna málefninu sinn stuðning.

Eins og blaðamaður Portal bendir á þarf danska þingið að staðfesta lögin en afar ólíklegt er að það setji sig upp á móti ákvörðun lögþingsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert