Samþykktu hjónabönd samkynhneigðra

Þórshöfn í Færeyjum.
Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/ Sigurður Bogi Sævarsson

Færeyska lögþingið hefur samþykkt lagabreytingu sem leyfir samkynja hjónabönd í landinu. Hjónavígslan sjálf má þó ekki fara fram í kirkju. Mikill fögnuður braust út þegar að frumvarpið var samþykkt í annarri umræðu um miðnætti í gær og mátti sjá fólk ýmist klappa og fella tár.

Fyrr um daginn var lögð fram tillaga um að leggja málið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu en það var síðan dregið til baka.

Það var samþykkt með nítján atkvæðum gegn fjórtán að samkynja hjónabönd yrðu leyfð en það að hjónavígslan sjálf gæti ekki farið fram í kirkju var samþykkt með sautján atkvæðum gegn sextán.

Þriðja umræða um málið fer fram á föstudaginn og þá verður það þá jafnframt afgreitt.

Frétt færeyska Kringvarpsins um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert