Tóku ungmenni af lífi fyrir njósnir

Frá Sýrlandi. Þar hafa átök nú staðið yfir í rúm …
Frá Sýrlandi. Þar hafa átök nú staðið yfir í rúm fimm ár, síðan í mars 2011. AFP PHOTO / AMEER ALHALBI

Samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki afhöfðuðu í dag fjögur sýrlensk ungmenni vegna gruns um að þau væru njósnarar fyrir hernaðarbandalag vestrænna þjóða. Aftakan átti sér stað í borginni Raqqa, þar sem samtökin ráða lögum og lofum.

Mannréttindasamtökin The Syrian Observatory for Human Rights segja ungmennin hafa verið ásökuð um að hafa tekið myndir og að hafa komið upplýsingum til vestrænna herja sem hafi leitt til dauða múslíma.

Samkvæmt fréttaveitunni AFP var tilkynnt um aftökurnar á Twitter-síðu fé­laga í sam­tök­um borg­ara­legra frétta­manna í Raqqa, Raqqa is Being Slaug­ht­ered Si­lently (RBSS).

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem samtökin taka fólk af lífi með þessum hætti í Raqqa. T.d. fundust lík tveggja meðlima RBSS frá Raqqa í október síðastliðnum sem höfðu verið afhöfðuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert