Bush-feðgar styðja ekki Trump

Hvorki Bush eldri né yngri ætla að styðja Donald Trump …
Hvorki Bush eldri né yngri ætla að styðja Donald Trump í kosningabaráttunni. AFP

Hvorugur fyrrverandi Bandaríkjaforseta úr röðum repúblikana sem enn er á lífi ætlar að lýsa stuðningi við Donald Trump sem forsetaefni flokksins. Í yfirlýsingum frá George Bush yngri og eldri segir að þeir ætli að sitja hjá í forsetakosningunum í ár.

Trump er væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins eftir að einu tveir keppninautar hans sem eftir voru drógu framboð sín til baka í vikunni. Fjöldi áhrifamanna í flokknum hefur hins vegar andstyggð og hafa sumir þeirra jafnvel lýst því yfir að þeir muni frekar kjósa demókratann Hillary Clinton.

Bush-feðgar ganga ekki svo langt í yfirlýsingum sem þeir sendu frá sér á miðvikudagskvöld. Þeir ætla sér ekki að taka þátt í kosningabaráttunni.

Ekki er víst hvort að árásir Trump á Jeb Bush, son George H.W. Bush og bróðir George W. Bush, í kosningabaráttunni í forvali repúblikana hafi eitthvað með það að gera að þeir feðgar vilja ekki lýsa yfir stuðningi við auðkýfinginn. Trump kallaði Jeb meðal annars „orkulausan“ og sagði hann „skömm fyrir fjölskyldu sína“.

Áður hefur einn valdamesti repúblikaninn og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Paul Ryan, lýst því yfir að hann geti ekki stutt Trump eins og er.

Frétt The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert