Gerði atlögu að bílalest Merkel

Angela Merkel og Milos Zeman áttu fund í dag. Fundarefnið …
Angela Merkel og Milos Zeman áttu fund í dag. Fundarefnið var framtíð Evrópusambandsins í kjölfar ákvörðunar Breta að ganga úr ESB. AFP

Lögregluyfirvöld í Tékklandi handtóku í dag mann sem er grunaður um að hafa gert tilraun til að aka inn í bílalest Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Prag þar sem hún er í opinberri heimsókn.

Ökumaður svartrar Mercedes-bifreiðar reyndi að lauma sér inn í bílalestina þegar leið hennar lá frá flugvellinum í Prag og að tékkneska stjórnarráðinu. Í leiðinni reyndi hann að keyra niður lögreglu sem gætti leiðarinnar.

Lögreglumenn beittu vopnum til að yfirbuga manninn og hann situr nú í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt tékkneskum yfirvöldum var Merkel aldrei í hættu.

„Maðurinn var einn í ráðum. Hann var ekki vopnaður en hlutir sem fundust í bifreiðinni hefðu auðveldlega getað nýst sem vopn, sérstaklega nokkrir steinsteypukubbar,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

Frétt mbl.is: Vill ekki „stórt múslimskt samfélag“

Merkel fundaði með forsætisráðherranum Bohuslav Sobotka og forsetanum Milos Zeman en efni fundarins var framtíð Evrópusambandsins í kjölfar ákvörðunar Breta um úrsögn. Nokkur hundruð manns efndu til mótmæla vegna heimsóknarinnar, þar sem menn gagnrýndu ákvörðun Merkel að opna landamæri Evrópu fyrir flóttafólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert