Obama mætir í jarðaför Peres

Shimon Peres, fyrrverandi forseti og forsætisráðherra Ísraels lést í nótt, …
Shimon Peres, fyrrverandi forseti og forsætisráðherra Ísraels lést í nótt, 93 ára að aldri. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlar að mæta í jarðaför Shimon Peres, fyrrverandi forseta Ísrael og Nóbelverðlaunahafa. Peres lést í nótt en hann fékk al­var­legt hjarta­áfall fyr­ir hálf­um mánuði. Hann hafði verið á bata­vegi und­an­farna viku, þar til hon­um hrakaði á ný í gær.

Frétt mbl.is: Peres: Hetja eða stríðsglæpamaður

Samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu mun forsetinn leiða sendinefnd frá Bandaríkjunum sem mun mæta til jarðafararinnar sem haldin verður á föstudaginn.

Meðal annara leiðtoga sem hafa tilkynnt um að þeir muni mæta eru Francois Hollande, forseti Frakklands, Joachim Gauck, forseti Þýskalands, Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Karl Bretaprins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert