Leysti Rubik-kubb með fótunum

Drengurinn sýnir listir sínar.
Drengurinn sýnir listir sínar. Skjáskot/Youtube

Ungur drengur hefur vakið mikla athygli með sínu fyrsta myndbandi  á YouTube en þar leysir hann Rubik-kubbinn með fótunum.

Drengurinn, sem kallast LukeThor7 á síðunni, bjó til myndbandið vegna þess að hann vildi sýna hversu mikill aðdáandi YouTube-síðunnar AGHQ – Adventure Gaming HQ hann er. Fyrr í vikunni setti AGHQ á netið myndband um tölvuleikinn Minecraft en Luke er mikill aðdáandi hans, samkvæmt frétt The Mirror

Guð minn góður!

„Ef AGHQ svarar ummælunum mínum mun ég leysa 3x3 Rubik-tening með tánum mínum og setja myndband á netið á morgun!! Ég er mikill aðdáandi,“ skrifaði Luke á vefsíðu AGHQ.

Margir skrifuðu ummæli við það sem Luke hafði að segja en mikilvægustu ummælin komu þó frá AGHQ sem hljóðuðu svona: „Það verður áhugavert að sjá...“

Luke svaraði þá: „Guð minn góður, þið svöruðuð mér í alvörunni. Guð minn góður, ég ætla pottþétta að setja myndband á netið á morgun! Guð minn góður, þið eruð uppáhaldið mitt á Youtube.“

Eins og að drekka vatn

Luke stóð við stóru orðin og skellti myndbandi á YouTube þar sem hann leysti Rubik-kubbinn eins og að drekka vatn.

„Í mínu fyrsta myndbandi ætla ég að leysa Rubik-kubinn með fótunum mínum fyrir uppáhaldið mitt á YouTube, AGHG. Ef AGHG er að horfa þá eruð þið best! Takk öllsömul fyrir að horfa!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert