Myrti þrjár konur í Argentínu

Ofbeldi gegn konum mótmælt í El Salvador.
Ofbeldi gegn konum mótmælt í El Salvador. AFP

Leiðbeinandi í slagsmálaíþróttum myrti fyrrverandi kærustu sína, systur hennar og ömmu þeirra í Argentínu í dag.

Þetta þrefalda morð var framið einum degi eftir að fjöldamótmæli fóru fram í landinu vegna fjölda kvenna sem hafa verið myrtar í landinu að undanförnu.

Maðurinn, sem er þrítugur, var vopnaður byssu og hnífi þegar hann ruddist inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar í bænum Godoy Cruz. Hann drap konurnar þrjár og særði sjö mánaða stúlku og ellefu ára dreng, að sögn lögreglunnar.

Maðurinn ætlaði því næst að kveikja í húsinu með því að opna fyrir gasið en lögreglunni tókst að koma í veg fyrir sprengingu. Hann var síðan handtekinn.

Stutt er síðan þúsundir argentískra kvenna efndu til mótmæla vegna grimmilegrar nauðgunar og morðs á 16 ára stúlku.

Frétt mbl.is: Í verkfall vegna nauðgunar og morðs

Fleiri mótmæli hafa farið fram í Argentínu og í öðrum löndum vegna ofbeldis í garð kvenna undanfarin misseri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert