Þjóðaratkvæðagreiðsla hafin á Ítalíu

Þjóðaratkvæðagreiðslan á Ítalíu er hafin.
Þjóðaratkvæðagreiðslan á Ítalíu er hafin. AFP

Kjörstaðir hafa verið opnaðir á Ítalíu. Þar fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem forsætisráðherrann Matteo Renzi hefur lagt framtíð sína að veði.

Hver sem útkoman verður er ljóst að margir fylgjast spenntir með framvindu mála í Evrópu.

Ef breytingatillögum stjórnar Renzi verður hafnað í kosningunum hefur hann heitið því að segja af sér.

Það gæti leitt til pólitísks óstöðugleika í landinu, auk þess sem óvissa gæti skapast í ítölsku efnahagslífi og einnig á meðal samherja þjóðarinnar í Evrópusambandinu.

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu.
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu. AFP

Ef meirihluti Ítala styður ekki tillögur Renzi verður Fimm stjörnu-hreyf­ing­ grínistans Beppe Grillo með pálm­ann í hönd­un­um í þing­kosn­ing­um í kjöl­farið.

Síðustu skoðanakann­an­ir fyr­ir at­kvæðagreiðsluna bentu til þess að and­stæðing­ar breyt­ing­anna væru í meiri­hluta.

Frétt mbl.is: Stjórna öflugri áróðursvél

Beppe Grillo, leiðtogi Fimm stjörnu-hreyfingarinnar.
Beppe Grillo, leiðtogi Fimm stjörnu-hreyfingarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert