Morðinginn „veikur á geði“

Íbúar í Imatra hafa skilið eftir kerti fyrir utan veitingastaðinn …
Íbúar í Imatra hafa skilið eftir kerti fyrir utan veitingastaðinn Vuoksenvahti þar sem konurnar voru skotnar til bana. AFP

Finnska lögreglan segir að 23 ára gamall maður sem myrti þrjár konur í bænum Imatra á laugardagskvöld sé líklega veikur á geði. Maðurinn hafði áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Maðurinn hefur ekki viljað segja lögreglu af hverju hann skaut konurnar til bana.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni kemur fram að miðað við það sem vitað er sé líklegast að ástæða morðanna tengist félagslegri útskúfun og andlegum veikindum. Áður hafði lögreglan útilokað að morðin tengdust stjórnmálum eða öfgahyggju.

Maðurinn skaut konurnar þrjár í höfuðið og búkinn af stuttu færi þegar þær komu út af veitingastað í bænum á laugardagskvöld. Ein þeirra var formaður bæjarráðs Imatra en hinar tvær voru blaðakonur dagblaðsins Uutisvuoksi. Þær létust allar á staðnum. Maður var handtekinn strax mótþróalaust.

Frétt Mbl.is: 23 ára maður grunaður um morðin

Frétt Mbl.is: Þrjú skotin til bana í Finnlandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert