Trump byrjaður að afnema ákvarðanir Obama

Donald Trump er þegar tekinn til við að undirrita opinberar …
Donald Trump er þegar tekinn til við að undirrita opinberar tilskipanir og hefur m.a. tilskipað sérstakan dag tileinkaðan föðurlandsást. AFP

Donald Trump, sem tók við embætti 45. forseta Bandaríkjanna fyrir einum og hálfum tíma, er strax tekinn til við að undirrita opinberar tilskipanir að sögn fréttavefjar BBC. Segir vefurinn nokkrar þeirra tilskipana til þess gerðar að nema úr gildi ákvarðanir forvera hans á forsetastóli, Barack Obama sem lét af embætti í dag .

Trump sé til að mynda nú þegar búin að undirrita tilskipun um sérstakan sérstakan föðurlandshollustudag.

Fréttavefur dagblaðsins Wall Street Journal benti á það nú fyrir skemmstu að stefnumál Obama væru ekki lengur finnanleg á vef Hvíta hússins. Í þeirra stað væri að finna setningu sem hvetti fólk til að skrá sig til að fá uppfærslur frá Trump.

Stefnumál Obama séu raunar ekki þau einu sem hafi verið fjarlægð af vefnum, því allar síður sem fjalli um stefnumál Hvíta hússins hafi verið fjarlægðar og fólk þess í stað hvatt til að skrá sig til að fá uppfærslur frá Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert