Trump sett­ur í embætti for­seta

Núverandi og fráfarandi varaforsetar Mike Pence og Joe Biden við …
Núverandi og fráfarandi varaforsetar Mike Pence og Joe Biden við innsetningarathöfnina. AFP

 Innsetningarathöfn Donald Trumps í embætti Bandaríkjaforseta hefst nú klukkan fimm að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með athöfninni í beinni.

Þingmenn og ráðherrara Trump eru í hópi þeirra sem fylgja forsetanum. Mikil fagnaðarlæti upphófstu þegar varaforsetinn Mike Pence kom á staðinn og ekki voru fagnarlætinn minni þegar forsetinn tilvonandi Donald Trump kom á staðinn.

Þrátt fyr­ir úr­komu í höfuðborg­inni hef­ur mik­ill fjöldi stuðnings­manna Trumps lagt leið sína í miðborg­ina en bú­ist er við að um 800 þúsund manns muni koma þar sam­an.

Mikill fjöldi ráðamanna, sendiherra og fyrrum forseta Bandaríkjanna eru þá viðstaddir innsetningarathöfnina. Elsti núverandi forseti Bandaríkjanna er þó fjarri góðu gamni, en George Bush eldri var lagður inn á sjúkrahús um síðustu helgi með lungnabólgu.

Á sama tíma og stuðningsmenn Trump og ráðamenn söfnuðust saman við National Mall til að fylgjast með innsetningarathöfnini, var mótmælt í miðbænum undir vökulu auga lögregluliðs.

Ekki er mikið vitað um ræðu Trump að sögn fréttavefs BBC, en að sögn talsmanna hans verður hún um 20 mínútna löng. Hún er þá að mestu sögð skrifuð af forsetanum tilvonandi sjálfum, þó að hann hafi við ritun hennar notið aðstoðar helstu aðstoðarmanna sinna Stephen Miller, Kellyanne Conway, Reince Priebus og Steven Bannon.

Uppfært 16:54. Mike Pence hefur nú svarinn í embætti varaforseta af hæstaréttardómaranum Clarence Thomas.  

Að því loknu flytur Mormónakórinn lag við undirleik lúðrasveitar sjóhersins á áður en Trump er svarinn í embætti.

Uppfært 17:00 Forseti hæstaréttar bað alla að standa á fætur á meðan að Donald Trump var svarinn í embætti forseta. 

Donald Trump hefur nú tekið við sem 45. forseti Bandaríkjanna og mun flytja innsetningaræðu sína.

„Við tökum nú til við að endurbyggja Bandaríkin og ákveða þann kúrs sem Bandaríkin og heimurinn allur mun taka. Okkur munu bíða erfiðleikar en við munum takast á við þá,“ sagði Trump og þakkaði því næst Barack Obama, fráfarandi forseta og Michelle konu hans fyrir alla þeirra aðstoð. „Þau hafa verið frábær,“ sagði Trump.

Trump sagði pólitíkusa koma og fara, en almenningur hann væri alltaf til staðar og hann hefði tekist á við erfiðleika undanfarin ár.

„Þetta er ykkar stund,“ sagði Trump. “Þetta er ykkar dagur og þetta er ykkar fögnuður og þetta land, Bandaríkin, er ykkar landi.

20. janúar 2017 verður minnst sem dagsins sem fólkið tók á ný við stjórn í landinu. Hinir gleymdu karlar og konur okkar lands verða ekki gleymdir lengur. Þeir verða hluti af sögulegri hreyfingu á þeim skala sem heimurinn hefur ekki séð áður.“

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert