Bush kominn af gjörgæsludeild

George Bush og Barbara Bush árið 1992.
George Bush og Barbara Bush árið 1992. AFP

George H.W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið fluttur af gjörgæsludeild. Hann gæti fengið að fara heim af sjúkrahúsi á föstudaginn eða um helgina. Þetta segja læknar hans.

Eiginkona Bush, Barbara, hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsinu.

Frétt mbl.is: George Bush eldri lagður inn á spítala

Hjónin voru flutt á sjúkrahúsið Houston Methodist á miðvikudaginn í síðustu viku. Bush, sem er 92 ára, var með öndunarerfiðleika í kjölfar lungabólgu. Barbara Bush, sem er 91 árs, var lögð inn vegna hósta.

Forsetinn fyrrverandi var barkaþræddur til að fá aðstoð við öndun en getur núna andað af sjálfsdáðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert