Friðarviðræður fóru hægt af stað

Mohammad Alloush, aðalsamningamaður uppreisnarmanna (í miðjunni) í Kasakstan.
Mohammad Alloush, aðalsamningamaður uppreisnarmanna (í miðjunni) í Kasakstan. AFP

Friðarviðræður vegna stríðsins í Sýrlandi fóru brösuglega af stað  í Astana, höfuðborg Kasakstans í dag.

Fulltrúar uppreisnarmanna hétu því að halda áfram að berjast ef enginn árangur næst í samtölum við ríkisstjórn Sýrlands.

Rússar, Tyrkir og Íranar skipulögðu friðarviðræðurnar.

Fulltrúar uppreisnarmanna hættu við að ræða beint við ríkisstjórn Sýrlands en það hefði verið í fyrsta sinn sem beinar friðarviðræður á milli þeirra hefðu farið fram síðan stríðið braust út árið 2011.

Fulltrúar uppreisnarmanna tóku þó þátt í óbeinum viðræðum við ríkisstjórnina og áttu einnig í viðræðum við Rússland, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar. Að sögn Yehya al-Aridi, talsmanns uppreisnarmanna, voru viðræðurnar „langar og uppbyggilegar“.

„Ef viðræðurnar ganga vel þá erum við fylgjandi samningaumleitunum,“ sagði annar talsmaður uppreisnarmanna, Osama Abu Zeid.

„Ef þær ganga illa þurfum því því miður að halda áfram að berjast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert