Hótel í ljósum logum

Slökkviliðsmenn að störfum. Úr safni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Úr safni. AFP

Að minnsta kosti 10 létust þegar mikill eldur kviknaði í fjögurra hæða hótelbyggingu í Nanchan í austurhluta Kína. Það tók slökkviliðsmenn um tvær klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. 

Um 260 íbúar voru fluttir á brott, en fólkið býr í fjölbýlishúsi sem er samtengt HNA Platinum Mix-hótelinu. Myndskeið sýndu þykkan svartan reyk stíga til himins úr gluggum hótelsins. 

Fjölmennt lið slökkviliðsmanna og bráðaliða fór á vettvang. Alls voru 16 fluttir á slysadeild en þrír þeirra létust á sjúkrahúsinu. Slökkviliðsmenn fundu svo sjö lík þegar þeir fóru inn í bygginguna. 

Sjö eru nú í haldi lögreglu sem rannsakar málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert