Bílnum ekið á fólkið (myndband)

Á myndböndum sem birt hafa verið af bíl árásarmannsins á …
Á myndböndum sem birt hafa verið af bíl árásarmannsins á brúnni má sjá hvar hann ekur á miklum hraða og á vegfarendur. Skjáskot/YouTube

Breskir fjölmiðlar hafa birt myndbönd úr eftirlitsmyndavélum sem sýna þegar árásarmaður ekur bíl sínum á miklum hraða um Westminster-brúna skammt frá þinghúsinu í London og á allt sem á vegi verður. Á myndböndunum má sjá þegar kona stekkur í ána Thames. Hún fannst síðar á lífi í ánni.

Árásin átti sér stað í gærdag.

Árásarmaðurinn, sem var síðar skotinn til bana, drap tvo gangandi vegfarendur með þessu athæfi sínu. Hann ók svo bíl sínum að þinghúsinu þar sem hann fór út úr honum og reyndi að komast inn, vopnaður hnífi.

Þar stakk hann óvopnaðan lögreglumann til bana. 

Í fyrstu var talað um að árásarmaðurinn hefði banað fjórum í árásinni en nú kemur fram í breskum fjölmiðlum að líklega hafi fórnarlömbin verið þrjú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert