Minnast fórnarlambanna með kertavöku

Blóm, með orðunum
Blóm, með orðunum "Við erum ekki hrædd" hafa verið lögð í nágrenni Westminster í minningu fórnarlamba árásarinnar í gær. AFP

Efnt verður til minningastundar í kvöld um þá sem létu lífið í hryðjuverkaárásinni í nágrenni Westminster í gær.

Sadiq Khan, borgarstjóri London, vekur athygli á viðburðinum á Twitter-síðu sinni, en haldin verður sérstök kertavaka á Trafalgar Square í London klukkan sex í kvöld.

Khan segir alla Lundúnabúa og gesti borgarinnar velkomna að taka þátt í vökunni þar sýna eigi samstöðu,  minnast þeirra sem fórust og votta fjölskyldum þeirra og ástvinum samúð.

Segir hann Lundúnabúa með þessu „sýna heiminum að við erum ákveðnari en nokkru sinni fyrr að við halda þeim gildum sem eru okkur kær – að vera áfram sameinuð og opin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert