Sex sleppt úr haldi í London

Blómvendir hafa verið lagðir við Westminster-brúnna í London.
Blómvendir hafa verið lagðir við Westminster-brúnna í London. AFP

Sex manneskjum, sem voru grunaðar um að hafa veitt árásarmanninum Khalid Masood aðstoð við árás hans við þinghúsið í London, hefur verið sleppt úr haldi.

Um er að ræða 21 árs konu og 23 ára mann sem voru handtekin á sama stað í Birmingham, auk 26 ára konu og þriggja manna, einnig á þrítugsaldri, sem voru handtekin á mismunandi stöðum í Birmingham.

Önnur kona til viðbótar, sem er 39 ára, var sleppt úr haldi  en hún var handtekin í austurhluta London.

Aðstoðaryfirlögregluþjónninn Marcus Beale staðfesti að rannsókn lögreglunnar hafi leitt í ljós að þau hafi ekki átt neinn þátt í hryðjuverkaárásinni í Westminster.

„Við þökkum fyrir aðstoð þeirra og stuðning,“ sagði hann.

Fjórar manneskjur til viðbótar eru enn í yfirheyrslum hjá lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert