Meintir hryðjuverkamenn handteknir í Feneyjum

Frá Feneyjum.
Frá Feneyjum. AFP

Ítalska lögreglan handtók þrjá menn sem eru grunaðir um að tilheyra hryðjuverkahópi. Mennirnir voru handteknir í Feneyjum en auk þeirra er ungmenni í haldi lögreglu.

Leitað var á tólf stöðum í miðborg Feneyja í nótt sem og í tveimur öðrum hverfum, Mestre og Treviso.

Mennirnir eru allir krá Kosovo en eru með dvalarleyfi á Ítalíu, að sögn lögreglu. Lögreglumenn úr hryðjuverkadeildinni Digos hafa fylgst með mönnunum en talið er að þeir hafi snúist til öfgahyggju fyrir töluverðu síðan. Alls hefur 153 manns verið í vísað úr landi á Ítalíu vegna gruns um tengsla við hryðjuverkastarfsemi frá því í ársbyrjun 2015. Það sem af er ári hefur 21 verið vísað úr landi af þeim sökum.

Fyrr í mánuðinum var manni frá Túnis, sem talinn var tengjast Anis Amri, sem gerði árásina á jólamarkaðinn í Berlín í desember. Amri var skotinn til bana af ítölsku lögreglunni nokkrum dögum eftir að hann myrti 12 í Berlín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert