15 ár fyrir stórtæka íkveikju

Í þessari matvörubúð var Michael Brown skotinn af lögreglumönnum árið …
Í þessari matvörubúð var Michael Brown skotinn af lögreglumönnum árið 2014. AFP

Maður á fimmtugsaldri var dæmdur til 15 ára í fangelsi af dómstólum í Kalíforníu fyrir að hafa kveikt risabál. Glæpurinn var framinn í reiðiskasti yfir dauðsföllum svartra af völdum lögreglu. 

Dawud Abdulwali játaði að hafa kveikt bál í miðbænum þar sem sjö hæða fjölbýlishús var í uppbyggingu og fékk mildari dóm fyrir vikið. Tjónið var metið á hundrað milljónir dala að sögn skrifstofu saksóknarans en engan sakaði. 

Samkvæmt vitnisburði hafði Abdulwali stært sig af því að hafa verið á bak við eldsvoðann og að verknaðurinn hefði verið tengdur mótmælunum í Ferguson, Missouri en þegar svartur karlmaður að nafni Michael Brown var skotinn af hvítum lögreglumönnum árið 2014 spruttu upp langvinn mótmæli og óeirðir í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert