Minntust látins lögreglumanns

Marine Le Pen á minningarathöfninni.
Marine Le Pen á minningarathöfninni. AFP

Frönsku forsetaframbjóðendurnir Emmanuel Macron og Marine Le Pen tóku þátt í minningarathöfn til heiðurs lögreglumanninum sem var skotinn til bana við breiðgötuna Champs Elysees í París.

Sambýlismaður lögreglumannsins Xavier Jugele flutti líkræðu sem hreyfði mjög við viðstöddum.

Emmanuel Macron á meðan á minningarathöfninni stóð.
Emmanuel Macron á meðan á minningarathöfninni stóð. AFP

Ríki íslams hefur lýst ábyrgð á morðinu á hendur sér. Karim Cheurfi, 39 ára Frakki, skaut Jugele í höfuðið og særði tvo til viðbótar í árásinni síðastliðinn fimmtudag áður en lögreglan skaut hann til bana.

Francois Hollande, forseti Frakklands, var einnig viðstaddur minningarathöfnina. Hann sæmdi Jugele riddaratigninni Legion d´Honneur eftir dauða hans en hún er ein hæsta tign sem hægt er að öðlast í landinu.  

Francois Hollande stendur við líkkistu lögreglumannsins.
Francois Hollande stendur við líkkistu lögreglumannsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert