Kópur kom upp tröppurnar

Kópurinn náði ekki að hringja dyrabjöllunni en var frekar ringlaður.
Kópurinn náði ekki að hringja dyrabjöllunni en var frekar ringlaður. Facebook

Björgunarsveitir í Redcar í Teesside á Englandi fengu óvenjulegt útkall í gær. Selskópur var kominn á tröppurnar fyrir utan fjölbýlishús.

Kópurinn virtist ringlaður og áttavilltur en Redcar er við Norðursjó og hafði kópurinn að öllum líkindum villst þaðan.

Björgunarsveitir fóru á vettvang og náðu að koma kópnum í hundabúr og fara með hann á ströndina þar sem honum var sleppt aftur út í hafið. Kópurinn var auðvitað frelsinu feginn.

Í frétt Telegraph um málið segir að ekki sé vitað hvers vegna kópurinn var kominn að húsinu en þetta er ekki í fyrsta skipti sem selur villist inn í bæinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert