Frekar stuttbuxur en pils

mbl.is/Eyþór Árnason

Strætisvagnabílstjórar í frönsku borginni Nantes fá að klæðast stuttbuxum við aksturinn en forsvarsmenn fyrirtækisins gáfust upp þegar bílstjórarnir tóku sig saman og mættu í pilsum í vinnuna á þriðjudag.

Hitabylgja hefur gert Frökkum lífið leitt undanfarna daga. Þegar bílstjórarnir óskuðu eftir því að fá að klæðast stuttbuxum í hitanum fengu þeir neitun. Eftir að hafa skoðað reglur fyrirtækisins um klæðaburð starfsmanna ákváðu þeir að mæta allir í pilsum í vinnuna enda þau heimil en ekki stuttbuxur. 

Að lokum gáfust stjórnendur Semitan upp og ákváðu að láta undan kröfum bílstjórana um að klæðast stuttbuxum við aksturinn. 

Í tilkynningu til starfsmanna kemur fram að þeir megi klæðast stuttbuxum þangað til nýr einkennisklæðnaður fyrir starfsmenn verður tilbúinn svo lengi sem þeir klæðast fatnaði í sömu litum og einkennisklæðnaður Semitan, svart og ljósbrúnt. Von er á nýrri tilskipun varðandi klæðaburð 30. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert