Reiðir ökumenn ollu stórslysi (myndskeið)

Reiði undir stýri olli slysi.
Reiði undir stýri olli slysi. Ljósmynd/Twitter

Reiði ökumanna, annars á mótorhjóli og hins á fólksbíl, varð þess valdandi að fólksbíllinn klessti á vegg og skaust þaðan á pallbíl með þeim afleiðingum að pallbíllinn endaði á hvolfi. Atvikið átti sér stað á hraðbraut í Kaliforníu í Bandaríkjunum á miðvikudag.

Chris Traber og Tim Morrison voru á leið til vinnu þegar þeir tóku eftir því að bíllinn svínaði fyrir mótorhjólið. Traber tók þá upp símann og tók framhaldið upp.

Myndskeiðið sýnir mótorhjólið keyra nálægt bílnum og maðurinn á mótorhjólinu reynir að sparka í bílinn. Ökumaður bifreiðarinnar beygir þá í átt að mótorhjólinu en á sama tíma færir mótorhjólið sig frá bílnum.

Bíllinn klessir á vegg og neistar fljúga. Hann snýst síðan í hina áttina og klessir á pallbíl, sem endar á hvolfi. Eldri maður sem keyrði pallbílinn var fluttur á sjúkrahús með höfuðáverka.

Ökumaður mótorhjólsins forðaði sér af vettvangi en manninum sem keyrði fólksbílinn var mjög brugðið eftir atvikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert