Vilja refsa samtökum fyrir flóttamannaaðstoð

18.000 manns reyndu við háskalegu ferðina yfir Miðjarðarhafið á síðasta …
18.000 manns reyndu við háskalegu ferðina yfir Miðjarðarhafið á síðasta ári. Mynd þessi sýnir innflytjendur og flóttamenn á gúmmíbát, rétt áður en þeim var bjargað, á ferð sinni frá ströndum Líbíu til Evrópu. AFP

Danski stjórnmálaflokkurinn Venstre vill stöðva fjárhagsaðstoð Dana erlendis sem snýr að því að bjarga flóttamönnum og innflytjendum, sem láta reyna á að ferðast yfir Miðjarðarhafið á báti. Afstaða Venstre hefur verið studd af landamærastofnun Evrópusambandsins (e. Frontex) en ekki af öðrum dönskum stjórnarflokkum. Þessu greinir danski netmiðillinn CPH Post frá fyrr í dag. 

Marcus Knuth, talsmaður flokksins á innflytjendamálum segist fylgja stefnu Frontex sem hefur einnig gagnrýnt félagasamtök fyrir að fjármagna og taka þátt í björgunarleiðöngrum.

„Ég er algjörlega sammála gagnrýninni. Hjálparsamtök hvetja innflytjendur enn frekar til að leggja í þessa hættuför yfir Miðjarðarhafið og ég lít það mjög alvarlegum augum,“ segir Knuth við dagblaðið Berlingske. „Svo við ættum að líta á hvaðan þessi félagasamtök eru að fá fjármagnið sitt og ef það flæðir frá Danmörku þá ættum við að verulega endurskoða hvort við viljum halda þeim fjárstyrkjum áfram.“

Lítill stuðningur fyrir

Eins og er starfrækja níu félagasamtök skip á Miðjarðarhafinu hjá ströndum Líbíu, þar sem flestir innflytjendur fara frá Afríku, Miðausturlöndunum og Asíu í von um að ná til Evrópu. Á síðasta ári reyndu 18.000 manns við þessa háskalegu ferð.  

Aðeins ein félagasamtök, af þessum níu starfandi í Miðjarðarhafinu, fá fjárhagsaðstoð frá danska ríkinu samkvæmt Berlingske. Þau félagasamtök heita „Red Barnet“ eða „Bjargið börnunum“ og eru hluti af alþjóðlegu samtökunum „Save the children“. Þeim er stjórnað af Helle Thorning-Schimdt, fyrrverandi forsætisráðherra Dana.

Jonas Keiding Lindholm, aðalframkvæmdastjóri „Red Barnet“ heldur fram að gagnrýni Venstre sé út í hött. „Það eru engin tengsl milli okkar verkefnis og mansals. Fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt fram á það,“ segir Lindholm við Berlingske.

Berlingske spurði talsmenn innflytjendamála hjá öllum öðrum dönskum stjórnmálaflokkum en aðeins flokkurinn „Dansk Folkeparti“ studdi við gagnrýni Venstre.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert