Björn hrekur 200 kindur niður gil

Björnin á myndinni býr í dýragarði í Þýskalandi. Nokkuð hefur …
Björnin á myndinni býr í dýragarði í Þýskalandi. Nokkuð hefur verið um árásir á kindahjarðir frá því að birnir bættust að nýju í fánu Pýreneafjalla. AFP

Rúmlega 200 kindur hröpuðu niður gil í Suður-Frakklandi og drápust eftir að björn hrakti þær niður gilið.

20 ár eru frá því að birnir voru aftur fluttir inn í náttúru Pýreneafjalla á landamærum Frakklands og Spánar og segir AFP-fréttastofan birni einnig hafa drepið kindur í Couflens-héraði í Frakklandi í fyrra.

„Hörmulegur dauði 209 kinda í kjölfar bjarnarárásar [...] minnir okkur á að um hásumarið geta birnir valdið verulegum skaða á kinda-, kúa- og hestahjörðum,“ sagði í yfirlýsingu frá héraðsstjóraembættinu.

Hópur fjárbænda í Pýrenafjöllum efndi til mótmæla í fyrra eftir að kindahjarðir þeirra urðu fyrir árásum bjarna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert