Grunuð um íkveikju

Eldarnir eru miklir í Portúgal.
Eldarnir eru miklir í Portúgal. AFP

Skógareldar hafa blossað upp að nýju í Portúgal og hafa breiðst út um miðhluta landsins frá því á sunnudaginn. Umfangsmestu eldarnir eru í Serta í Castelo Branco-héraði og hafa alls um 10 þorp verið rýmd vegna þeirra. Fimmtug kona var handtekin í gær grunuð um að hafa valdið íkveikju með kveikjara í Castelo Branco-héraði. 

„Eldurinn hefur breiðst hratt út síðdegis í dag,“ segir Patricia Gaspar, starfsmaður ríkisins. Mikill vindur og þurrkar eru á svæðinu og eru vonir bundnar við að veðrið verði hagstæðara svo allt slökkvistarf verði auðveldara. Eins og staðan er núna hafa slökkviliðsmenn enga stjórn á aðstæðum og reyna íbúar að leggjast á eitt til að aðstoða við slökkvistarf.

Í síðasta mánuði létust yfir 60 manns í mannskæðum skógareldum í Portúgal.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert