„Launmorðingjar og glæpamenn“

Þjóðarleiðtogar fordæma hyðjuverk.
Þjóðarleiðtogar fordæma hyðjuverk. AFP

Þjóðarleiðtogar heimsins hafa fordæmt árásina í Barcelona í dag. Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, sagði í forgangi að huga að þeim slösuðu á meðan spænska konungsfjölskyldan kallaði árásarmennina launmorðingja og glæpamenn.

„Þetta eru launmorðingjar, glæpamenn sem munu ekki ógna okkur,“ sagði spænska konungsfjölskyldan í yfirlýsingu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdi árásina á Twitter og sagði að Bandaríkin myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að hjálpa. 

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, lýsti yfir samstöðu með Spáni. Bætti hann síðar við á spænsku: „Samstaða með Barcelona. Við stöndum við hlið ykkar.“

„Hugur minn er hjá fórnarlömbum árásarinnar í Barcelona í dag og þeim sem starfa á vettvangi. Bretland stendur með Spáni gegn hryðjuverkum,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands í kjölfar árásarinnar. 

Skrifstofa Angelu Merkel Þýskalandskanslara sendi einnig samúðarkveðjur til allra fórnarlambanna í Barcelona í dag og sagði árásina „viðbjóðslega.“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti til samstöðu í „ósveigjanlegri baráttu gegn hryðjuverkum.“ Þá hvatti forsætisráðherra Benjamin Netanyahu einnig til samstöðu gegn hryðjuverkum. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert