16 ára skotinn til bana

Jens Møller Jensen, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kaupmannahöfn.
Jens Møller Jensen, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kaupmannahöfn. AFP

Sextán ára piltur var skotinn til bana í skotárás við Ragnhildgade á Østerbro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn, sem send var út skömmu eftir miðnætti, kemur fram að skotárásin hafi átt sér stað um níuleytið að staðartíma, um klukkan 19 að íslenskum tíma. Þegar lögregla kom á vettvang fannst pilturinn látinn í bakgarði Ragnhildgade 48, segir í frétt Politiken. Hann var úrskurðaður látinn af lækni á staðnum.

Aðstoðaryfirlögregluþjónn Kaupmannahafnar, Jens Møller Jensen, segir að lögregla sé enn að störfum á vettvangi og ekki sé vitað hvað lá að baki árásinni. Óskað er eftir að vitni gefi sig fram við lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert