„Þetta er hræðilegur atburður“

Lögreglumenn á vettvangi þar sem Galizia var myrt.
Lögreglumenn á vettvangi þar sem Galizia var myrt. AFP

Talsmaður Evrópusambandsins sagði að það væri „skelfingu lostið“ eftir að maltneski blaðamaðurinn Daphne Caruana Galizia lést í gær fyrir tilstilli bílasprengju.

Dap­hne Car­u­ana Galizia sakaði stjórnvöld á Möltu um spill­ingu en hún hafði fjallað ítarlega um Panamaskjölin og tengsl ráðamanna við aflandsfyrirtæki.

„Við erum skelfingu lostin vegna þess að virtur maltneskur blaðamaður, Daphne Caruana Galizia, lést í gær í því sem virðist hafa verið skipulögð árás,“ sagði Margaritis Schinas, talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 

„Þetta er hræðilegur atburður sem þarf að rannsaka. Réttlætið þarf að ná fram að ganga,“ bætti Schinas við.

Joseph Muscat, for­sæt­is­rá­herra Möltu, sagði morðið villimannslegt og sagðist ekki una sér hvíldar fyrr en málið hefði verið rannsakað til hlítar. 

Eig­in­kona Muscats var meðal þeirra sem sakaðir voru um spill­ingu, en Muscat sjálf­ur hef­ur alltaf neitað því að hafa gert nokkuð rangt og hét því að segja af sér ef í ljós kæmi að fjöl­skylda hans ætti leyni­lega af­l­ands­reikn­inga líkt og Galizia hafði full­yrt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert