Fjórir bílar óku á vegfaranda

mbl.is/Hjörtur

Fjórir ökumenn óku yfir gangandi vegfaranda í suðurhluta London, höfuðborgar Bretlands, í gær. Kona, sem talin er vera í kringum þrítugt, var á leið yfir gangbraut þegar hún varð fyrir flutningabifreið að því er lögreglan telur. Ökumaðurinn stöðvaði ekki för sína.

Talið er að konan hafi látist þegar flutningabifreiðin ók á hana. Þremur öðrum bifreiðum var síðan ekið yfir lík hennar þar sem það lá á götunni, annarri flutningabifreið og tveimur fólksbifreiðum. Ökumenn þeirra stöðvuðu ekki heldur för sína.

Fram kemur í frétt Daily Telegraph að unnið sé að því að bera kennsl á konuna og hafa uppi á ættingjum hennar. Konan var flutt á sjúkrahús í kjölfarið þar sem hún var úrskurðuð látin. Lögreglan hefur beðið möguleg vitni að hafa samband. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert