Grunaður um að hafa myrt Dykes

Rebecca Dykes.
Rebecca Dykes. AFP

Sérsveit líbönsku lögreglunnar handtók í dag mann sem er grunaður um að hafa myrt breska konu sem starfaði í sendiráði Breta í Beirút. Lík hennar fannst um helgina.

Lögreglan staðfesti handtökuna en maðurinn var handtekinn í dögun. Ekki fengust frekari upplýsingar um manninn sem er grunaður um að hafa myrt Rebecca Dykes. Það eina sem lögreglan vildi segja var að morðið tengist ekki stjórnmálum á nokkurn hátt.

Dykes, sem var um þrítugt, fannst látin á laugardagskvöldið en líki hennar hafði verið komið fyrir við hraðbrautina norður af Beirút. Hún sást síðast á lífi á föstudagskvöldinu þar sem hún var að skemmta sér með vinum. Leifar af snæri fundust um háls hennar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu en talið er fullvíst að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert