Öflugur jarðskjálfti í Vanúatú

Upp­tök skjálftans voru á um 21 kíló­metra dýpi um 30 …
Upp­tök skjálftans voru á um 21 kíló­metra dýpi um 30 kíló­metr­um vestur af höfuðborginni Port Vila. Kort/Google

Jarðskjálfti af stærð 6,1 skók eyríkið Vanúa­tú í Suður-Kyrra­hafi í kvöld. Upp­tök skjálftans voru á um 21 kíló­metra dýpi um 30 kíló­metr­um vestur af höfuðborginni Port Vila.

Ekki er vitað til þess að skjálft­inn hafi valdið mann- eða eigna­tjóni en samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna er ekki talið líklegt að tjón hafi orðið vegna skjálftans. Töluverðar jarðhræringar hafa verið á svæðinu upp á síðkastið sem hafa valdið nokkrum aurskriðum. 

Jarðskjálftar eru nokkuð tíðir í Vanúatú. Síðasti stóri skjálftinn mældist í apríl 2016, þegar skjálfti af stærð 6 reið yfir landið. Enginn lét lífið í skjálftanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert