Hundruðum bjargað úr sjónum

Flóttafólk um borð í björgunarbáti á leið til hafnar á …
Flóttafólk um borð í björgunarbáti á leið til hafnar á Spáni. AFP

418 flóttamönnum var bjargað í þremur björgunaraðgerðum undan ströndum Spánar í dag. 262 var bjargað um borð í fimmtán báta við Gíbraltar.

Þá fundust 27 til viðbótar í Miðjarðarhafinu milli Spánar og Marokkó og svo 129 undan ströndum Kanaríeyja í Atlantshafinu.

Enn er stöðugur straumur flóttafólks frá Afríku og til Evrópu. Fólkið kemur flest frá fátækustu löndum álfunnar sem eru jafnframt meðal fátækustu ríkja heims. Það greiðir margt hvert smyglurum til að koma sér til Evrópu en leiðin yfir Miðjarðarhafið er hættuleg sérstaklega í ljósi þess að smyglararnir fara um á illa búnum bátum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert