Hjálpargögnin komin til Austur-Ghouta

Hjálpargöng færð um borð í rússnesku herflugvélina í Frakklandi.
Hjálpargöng færð um borð í rússnesku herflugvélina í Frakklandi. AFP

Hjálpargögn, sem Frakkar og Rússar sendu í sameiningu, komu til Sýrlands í dag. Leiðtogar landanna, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti, hafa gert með sér samkomulag um aðstoð til nauðstaddra Sýrlendinga. Þetta er fyrsta mannúðaraðgerðin sem Rússar fara í með vestrænu ríki. 

Rússnesk flutningavél flutti yfir 40 tonn af lyfjum og öðrum nauðsynjum frá Frakklandi snemma í morgun. Vélin lenti svo á rússneskum herflugvelli í Hmeimim í Sýrlandi.

Meðal hjálpargagna eru lyf, lækningatæki, föt og tjöld og verður þeim dreift til búa í Austur-Ghouta sem hafa orðið mjög illa úti í stríðinu. Stofnun Sameinuðu þjóðanna mun sjá um að útdeila hjálpargöngum. Þá verður þeim einnig komið til sjúkrahúsa sem Rauði hálfmáninn rekur á svæðinu.

Rússar tóku þátt í mikilli hernaðaraðgerð stjórnarhersins í Austur-Ghouta í apríl sem miðaði að því að hrekja uppreisnarhópa frá völdum í héraðinu. Um 1.700 manns féllu í þeim aðgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert