Hvattur til að snúa heim úr útlegð

Maraþonhlauparinn Feyisa Lilesa sést hér mynda tákn oromo-þjóðarbrotsins.
Maraþonhlauparinn Feyisa Lilesa sést hér mynda tákn oromo-þjóðarbrotsins. AFP

Feyisa Li­lesa, maraþon­hlaup­ari frá Eþíóp­íu, sem vann silf­ur­verðlaun í maraþon­hlaupi á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó í Bras­il­íu fyrir tveimur árum, hefur verið beðinn um að snúa aftur heim. Hann hefur verið í útlegð síðan Ólympíuleikunum lauk en honum er lofað hlýjum móttökum við heimkomuna.

Lilesa sneri ekki heim vegna þess að hann óttaðist um líf sitt eftir merkjasendingu þegar hann kláraði maraþonhlaupið í Ríó. Li­lesa krossaði sam­an hendur sínar til stuðnings þjóðar­brot­inu oromo sem er stærsti þjóðfé­lags­hóp­ur Eþíóp­íu, en oromo-fólk hafði árin fyrir Ólympíuleikana verið útskúfað, fangelsað og drepið af stjórnvöldum.

Feyisa Lilesa krossaði hendur fyrir ofan höfuð sér til stuðnings …
Feyisa Lilesa krossaði hendur fyrir ofan höfuð sér til stuðnings baráttu oromo-fólksins er hann fór yfir marklínuna í Ríó. AFP

Eþíópíska ólympíunefndin og frjálsíþróttasamband landsins skrifuðu hlauparanum opið bréf þar sem hann er beðinn um að koma aftur til heimalandsins. Einnig er Lilesa beðinn um að halda áfram íþróttaferli sínum fyrir hönd Eþíópíu.

„Feyisa Lilesa stóð sig frábærlega á Ólympíuleikunum í Ríó. Við hvetjum hann til að koma aftur til Eþíópíu og munum taka vel á móti honum,“ stóð meðal annars í bréfinu.

Lilesa hefur ekki svarað bréfinu. Hann hefur stundað æfingar í Bandaríkjunum og hefur ekki svarað öðrum tilraunum þar sem reynt hefur verið að fá hann til að koma heim úr útlegðinni. 

Aðstæður í Eþíópiu hafa þó breyst en nýr forsætisráðherra landsins, Abiy Ahmed, er einnig af oromo-þjóðarbrotinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert